Draumurinn

Ég er tölvumaður á eftirlaunum (skýrsluvélafræðingur í símaskránni). Áratugum saman átti ég mér þann draum að smíða pípuorgel. Loksins árið 2011, á 76. æviári, fannst mér ég hafa tíma, tæki og efni til að láta drauminn rætast.

Á þessum vefsíðum segi ég söguna af orgelinu mínu, lýsi ferlinu, bæði því sem vel gekk og illa, og birti myndir, þannig að lesendur sem kannski ætla út á sömu braut geti lært af mínum mistökum.

Enski textinn er sama efnis og sá íslenski, en ekki endilega bein þýðing.

Nýtt:

Árið 2016 smíðaði ég lírukassaorgel eftir teikningu Englendingsins John Smith.

Sjá myndband

Ég er með í smíðum annað lírukassaorgel, hönnun Walters Höffle, þýsks manns. 1. ágúst 2018 var samsetningu að mestu lokið nema aðeins 12 pípur af 56 voru komnar á sinn stað.

Útkomuna má sjá hér

Tölvupóstur: johg hjá centrum.is

Orgelið / My pipe organ

The dream

I am a retired computer specialist living in Iceland. Decades ago I had this dream of building my own pipe organ. Finally, in 2011, in my 76th year I came to the conclusion that I would have the means, the time and the tools to do it, if only I kept it small.

The purpose of this website is to tell the story of my pipe organ, its successes and failures, so that maybe someone starting such a project may learn from my mistakes.

This English version is more or less identical with the Icelandic one, but not a direct translation.

New:

In 2016 I built a crank organ, John Smith Senior 20

See video

I am currently building another crank organ, a little more sophisticated, the design of Walter Höffle of Germany. On August 1., 2018 I had finished most of the work, except only 12 pipes out of 56 had been installed and tested.

The result can be seen here

Email: organjohann at gmail.com